Góður árangur nemenda FNV í Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Jón Gylfi Jónsson, Íslandsmeistari í málmsuðu og Guðlaugur Rafn Daníelsson silfurhafi í kælitækni. Mynd: FNV.
Jón Gylfi Jónsson, Íslandsmeistari í málmsuðu og Guðlaugur Rafn Daníelsson silfurhafi í kælitækni. Mynd: FNV.

Helgina 14.-16. mars fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll. Fjöldi nemenda tók þátt en keppnisgreinar voru hátt í þrjátíu. Keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyndu á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. „Keppnin er liður í því að kynna iðn- og verknám fyrir grunnskólanemum og starfsmöguleikum í spennandi greinum. Gaman var að fylgjast með unga fólkinu sýna rétt handbrögð og tækni í sinni grein ásamt því að takast á við spennuna sem fylgir því að keppa,“ segir í tilkynningu frá FNV.

Sex nemendur frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra sýndu leikni sína keppninni í ár og varð árangurinn mjög góður en Jón Gylfi Jónsson varð Íslandsmeistari í málmsuðu, Guðlaugur Rafn Daníelsson varð í öðru sæti í kælitækni og Jón Arnar Pétursson varð í þriðja sæti í tréiðn. Auk þeirra stóðu þau sig með prýði Thelma Rán Brynjarsdóttir (málmsuðu), Sindri Snær Pálsson (rafvirkjun) og Johan Thor Þ. Johansson (kælitækni).

Fleiri myndir má sjá á FB síðu FNV HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir