Grín dagsins

Kaffibrúsakarlarnir klikka ekki.
Kaffibrúsakarlarnir klikka ekki.

Þá er komið að gríni dagsins. Fyrst eru það brandarar svo eru það gullmolar frá Kaffibrúsakörlunum.

Skoti nokkur sat og las í bók. Öðru hvoru slökkti hann ljósið í stutta stund og kveikti það svo aftur. Kunningi hans undraðist þetta og spurði hann hvað honum gengi til.- Ég er að spara rafmagnið. Það er engin ástæða til að hafa kveikt á ljósinu þegar ég fletti síðunum.

Ljóskan og óléttan......Þrjár ófrískar konur voru hjá lækninum og ræddu kyn væntanlegra barna sinna. Sú fyrsta segir: “Ég mun eignast strák af því ég var ofan á”. Önnur: “Ég eignast þá stelpu vegna þess að ég var undir”. Þá segir ljóskan: “Guð minn almáttugur, ég hlýt þá að eignast hvolp.

Þá er komið að kaffibrúsakörlunum.

„Ég heyri að þú ert farinn að sjá eitthvað illa“/ „Ég“/ „Já“/  „Það er nú ekkert miðað við hann Ladda“/ „Ladda sér hann illa“/ „Hann sér ekki rassgat“/ „Hvað segirðu“/ „Veistu hvað kom fyrir hann um daginn“/ „Nei“/ „Hann kom heim til sín stakk pítsunni upp í konuna stillti hana á fjóra og hafði mök við örbylgjuofninn“.

„Segðu mér hvernig ert þú annars til heilsunnar ertu bara ágætur?“/ „Ég er mikið betri eftir að ég fékk hjartagangráður“/ „það er nú gaman að heyra það“/ „Eini gallinn er sá að í hvert skipti sem ég geri dódó þá opnast bílskúrshurðin“.

„Heyrðu ég fór til Majorka um Hvítasunnuna vissirðu það ekki?“/ „Já var það ekki gaman?“/ „Já það var mjög gaman en í flugvélinni var svolítið skrítið, flugfreyjan hún lét mig hafa svona tyggjó til að fá ekki hellur fyrir eyrun“/ „Já og virkaði það“/ „Jájá það virkaði en mikið rosalega var erfitt að ná því úr eyrunum á eftir“.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir