Gul viðvörun í gangi

Gul viðvörun  hefur verið gefin út á vegum Veðurstofu Íslands fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland. Suðvestan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll og mælst er til að ferðalangar sýni aðgát.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er eftirfarandi:
Suðvestan 15-23 og úrkomulítið, en lægir undir kvöld. Austan 8-15 og dálítil rigning á morgun, en suðlægari undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag (annar í jólum): Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag: Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Suðvestanátt og él eða skúrir, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Kólnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt og dálítil él, en léttskýjað fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Útlit fyrir hvassa sunnanátt með rigningu og hlýnar í veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir