Helgihald og sumartónleikar í Hóladómkirkju sumarið 2019

Hóladómkirkja
Hóladómkirkja

Það verður nóg um að vera í Hóladómkirkju í allt sumar. Þar verður helgihald og sumartónleikar á vegum Guðbrandsstofnunar og Hóladómkirkju. Nafnið Guðbrandsstofnun er kennd við Guðbrand Þorláksson sem var einn helsti Biskup sem setur hafði á Hólastað.

Guðbrandsstofnun er sjálfstæð rannsókna- og fræðastofnun við Háskólann á Hólum og starfar hún samhliða deildum hans. Markmið stofnunarinnar er að treysta þekkingu á sviði ýmissa fræðigreina, Guðfræði, sögu, bókmennta, fornleifafræði, siðfræði, prentlistar og sögu, kirkjulistar, tónlistar og myndlistar, að auki á sviði þeirra greina raunvísinda sem stundaður eru bæði við Háskóla Íslands og Hólaskóla.

Dagskráin lítur svona út fyrir sumarið.


Sunnudagurinn 16. júní

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Tónleikar kl. 16:00 Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel.

Sunnudagurinn 23. júní

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson. 

Tónleikar kl. 16:00 Erla Mist Magnúsdóttir jazzsöngkona og Hlífar Gíslason gítarleikari.

Sunnudagurinn 30. júní

Guðsþjónusta kl. 14:00.  Sr. Sigríður Gunnarsdóttir.

Tónleikar kl. 16:00 Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir leika á selló og fiðlu.

Sunnudagurinn 7. júlí

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Tónleikar kl. 16:00 Umbra hópurinn syngur og leikur þjóðlagatónlist og Maríukvæði frá Spáni.

Sunnudagurinn 14. júlí

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Tónleikar kl. 16:00 Rögnvaldur Valbergsson leikur á orgel.

Sunnudagurinn 21. júlí

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Halla Rut Stefánsdóttir.

Tónleikar kl. 16.00 Dellingr Duo: Anna Vala Ólafsdóttir alt söngkona og Luke Starkey leikur á lútu, theorbo og rómantískan gítar.

Sunnudagurinn 28. júlí

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Tónleikar kl. 16:00 Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Ögmundur Þór Jóhannesson leikur á gítar.

Sunnudagurinn 4. ágúst

Guðsþjónusta kl. 14:00 Kristín Árnadóttir djákni predikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari.

Tónleikar kl. 16:00 Kristín Gunnarsdóttir og Nia Maderski leika á klarinett og pianó.

Sunnudagurinn 11. ágúst

Guðsþjónusta kl. 14:00 Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Tónleikar kl. 16.00 Pamela de Sansi leikur á flautur og Steingrímur Þórhallsson á orgel.

 
Messukaffi Undir Byrðunni milli messu og tónleika. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Guðbrandsstofnun og Hóladómkirkja.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir