Hraðallinn Hugsum hærra fyrir fyrirtæki í rekstri

Ráðgjafafyrirtækið Senza, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Vestfjarðarstofa standa fyrir hraðlinum Hugsum hærra fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í hraðlinum fá starfandi fyrirtæki sem vilja hugsa hærra aðstoð við að vinna fjárfestakynningar, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja fyrirtæki í gerð umsókna í nýsköpunarsjóði.

Hraðallinn hefst með kynningarfundi og netnámskeiði þann 7. janúar 2021 og í kjölfarið verða vinnustofur í þrjá daga 22.-15. janúar. Eftirfylgni verður í 3-6 mánuði eftir hraðalinn.

Leitað er eftir fyrirtækjum sem huga að því að efla starfsemi sína. Miðað er við að fyrirtæki séu nú þegar starfandi með vöru eða þjónustu á markaði. Vestfjarðarstofa og SSNV niðurgreiða hraðalinn.

Sjá nánar á vef SSNV og á vefsíðu Senza

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2020.

Umsóknareyðublað má finna HÉR 

Nánari upplýsingar gefur kolfinna@ssnv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir