Húnvetnskar laxveiðiár eru á topp 10 lista Landssambands veiðifélaga

Lax úr Vatndalsá
Lax úr Vatndalsá

Samkvæmt vikulegum lista Landssambands veiðifélaga hafa 767 laxar veiðst í Miðfjarðará sem af er sumri og var vikuveiðin 120 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.682 laxar í ánni.

Miðfjarðará hefur setið í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins í allt sumar en hefur nú færst niður í fjórða sætið. Blanda er í sjötta sæti með 541 lax og var vikuveiðin 61 lax en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 832 laxar í ánni. Í tíunda sæti er Laxá á Ásum með 358 laxa en þar var vikuveiðin 83 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 467 laxar í ánni.

Veiðst hafa 203 laxar í Vatnsdalsá, 198 í Víðidalsá og 120 í Hrútafjarðará. Ekki voru komnar inn nýjar tölur á listann frá Svartá.

 Skoðaðu vikulegan lista Landssambands veiðifélaga hér.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir