Jólagleði á Blönduósi

Gengið í krinum jólatréð í gamla bænum á Blönduósi fyrir nokkrum árum. MYNDIR: FB-SÍÐA HÚNABYGGÐAR
Gengið í krinum jólatréð í gamla bænum á Blönduósi fyrir nokkrum árum. MYNDIR: FB-SÍÐA HÚNABYGGÐAR

Næstkomandi laugardag 29. nóvember fer fram aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi, fyrir framan Hillebrandtshúsið og hefst gleðin kl 15:30. Ljósin verða tendruð á jólatrénu og elstu krakkarnir í Leikskóla Húnabyggðar og söngnemendur Tónlistarskóla A-Hún. syngja jólalög og líklegt þykir að jólasveinarnir kíki í heimsókn.

Jólamarkaður verður opinn inni í Hillebrandtshúsinu frá klukkan 13 til 19.

Kaffi og kakó í boði verður í boði frá klukkan 15 eða á meðan birgðir endast. Hægt verður að grilla sykurpúða yfir opnum eldi, ef veður leyfir. Sykurpúðar og prik verða á staðnum.

Fleiri fréttir