Jólalag dagsins – Björt jól

Ásdís Aþena syngur til sigurs í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra í janúar sl.
Ásdís Aþena syngur til sigurs í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra í janúar sl.

Jólalag dagsins er heimafengið en höfundur og flytjandi er hin mjög svo efnilega söngkona Ásdís Aþena Magnúsdóttir á Hvammstanga. Lagið samdi hún þegar hún var 11 ára en eftir mikla pressu frá foreldrum sínum ákvað Ásdís að klára lagið Björt jól sem hafði legið óklárað ofan í skúffu í fimm ár.

Til liðs við sig fékk hún þá Guðmund Hólmar og Sigurvald Ívar sem útsettu og önnuðust undirleik. Upptökur fóru fram í Bakki-studios á Laugarbakka og í Hljóðrita í Hafnarfirði í nóvember 2020.

Feykir sagði frá því í upphafi ársins að Ásdís Aþena hafi unnið í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra sem fram fór í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 16. janúar sl. með lagi Bruno Mars, When I was your man eins og sjá má HÉR.

Því miður er lagið ekki að finna á YouTube en Björt jól er hægt að nálgast á Spotify á eftirfarandi slóð https://open.spotify.com/track/7MoYktwIViZqCUVHXKvjW4?si=VMGzmzUwS4CiTjlpuHyikg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir