Kakó og smákökur í Listakoti Dóru

Meðal þess sem Dóra fæst við er að mála á kerti. Aðsend mynd
Meðal þess sem Dóra fæst við er að mála á kerti. Aðsend mynd

Í dag, laugardaginn 22. desember, verður opið hús í vinnustofu Dóru Sigurðardóttur í Vatnsdalshólum í Vatnsdal. Dóra og eiginmaður hennar, Aðalsteinn Tryggvason, bjóða gestum að koma við og þiggja kakó og smákökur og skoða aðstöðuna sem þau hjón eru að koma sér upp þar.

Í Listakoti Dóru verður starfrækt innrömmunarþjónusta og vinnustofa listamannsins Dóru en hluti af rýminu verður notaður til þess að taka á móti gestum. Einnig verður þar aðstaða fyrir gestakennara. Undanfarin ár hefur Dóra unnið að list sinni undir listanafninu Listakot Dóru og málar hún málverk , kerti, kort og fleira. Seinna í vetur er væntanlegt frá henni ýmislegt nýtt handverk sem er núna á þróunar og framkvæmdastigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir