Keppni í dorgi á Vatnshlíðarvatni

Keppt verður í ísdorgi á Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði á sunnudaginn kemur, þann 10. mars, og hefst keppnin klukkan 11. Það er fyrirtækið Vötnin Angling Service sem að keppninni stendur.

Keppt verður í tveimur aldurshópum, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Í yngri flokknum verður dorgað í eina klukkustund og fá allir þátttakendur spún að gjöf. Í flokki 13 ára og eldri verður dorgað í tvær klukkustundir. Þátttökugjald er 1.500 krónur í yngri flokki en 3.000 krónur í þeim eldri. Hægt verður að fá leigðar eða keyptar veiðistangir á staðnum auk beitu. Ísbor verður til staðar á svæðinu fyrir þá sem þurfa.

Skráning er á anglingservice@gmail.com eða hjá Eddu í síma 862 0474. Enginn posi verður á staðnum.

„ ilvalið að skella sér með heitt á brúsa og eiga notalega stund á ísnum og skella sér svo í sundlaugina á Blönduósi,“ segir í kynningu á Facebooksíðunni Vötnin Angling Service.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir