K/H tekur á móti Hvíta riddaranum

Mikilvægur leikur hjá K/H á morgun.
Mikilvægur leikur hjá K/H á morgun.

Á morgun laugardaginn 10. ágúst mætast Kormákur/Hvöt (K/H) og Hvíti riddarinn í 4. deild karla á Blönduósvelli.

Leikurinn er ekkert smá mikilvægur fyrir bæði lið því liðin eru að reyna að koma sér upp í 3. deildina. K/H er í þriðja sæti í deildinni með 26 stig og er aðeins tveimur stigum frá Hvíta riddaranum og Snæfelli sem eru með 28 stig. Í síðasta leik hjá K/H náðu þeir að vinna 1-0 á móti Snæfelli og var það mjög sterkur sigur fyrir K/H.

Leikurinn hefst klukkan 12:00 og hvetur Feykir fólk að kíkja á völlinn og styðja við bakið á drengjunum.

/EÍG  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir