Í tilkynningu frá framleiðendum segir að Sigurbjörn sé þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og einn verðlaunaðasti íþróttamaður íslenskrar íþróttasögu. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestamönnum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og komast á toppinn. Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum.
Króksbíó sýnir myndina SIGURVILJI... í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.02.2025
kl. 09.00
siggag@nyprent.is
Sigurvilji er íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara og verður hún sýnd í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðunni Króksbíós.
Fleiri fréttir
-
Vilja neita Orkusölunni um rannsóknarleyfi
Í frétt á Húnahorninu segir að umhverfisnefnd Húnabyggðar leggi til að beiðni Orkusölunnar um rannsóknarleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár verði hafnað. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá því á mánudag en þá tók hún til umsagnar erindi frá Umhverfis- og orkustofnun um umsókn Orkusölunnar um rannsóknarleyfið.Meira -
Forsætisráðherra hafnaði beiðni SSNV um fund
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 05.11.2025 kl. 15.51 oli@feykir.isFram kemur í fundargerð stjórnar SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) þann 3. nóvember sl. að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, hefði hafnað beiðni samtakanna um fund með stjórn SSNV vegna alvarlegrar stöðu landshlutans og mögulegra aðgerða til að snúa neikvæðri þróun við. Stjórn SSNV hafði beðið um fund með valkyrjunum þremur en ekki hafa borist svör frá utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra en forsætisráðuneytið benti aftur á móti á innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar vegna erindisins.Meira -
Sjö verkefni styrkt af Samfélagssjóði KS
Tilkynnt var í gær á fundi á Kaffi Krók hvaða verkefni fá úthlutað úr Samfélagssjóði Kaupfélags Skagfirðinga en það er sérstök úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og KS sem velja hvaða verkefni fá styrki. Alls skiptast styrkirnir að þessu sinni á milli sjö verkefna en hæsta framlagið rennur til uppsetningar á þremur rennibrautum í Sundlaug Sauðárkróks sem áætlað er að verði teknar í notkun fyrri part ársins 2026. Alls nema styrkirnir að þessu sinni rúmlega 84 milljónum króna.Meira -
Fræðsludagur UMSS í Miðgarði þann 10. nóvember
Á heimasíðu UMSS segir að fræðsludagur UMSS 2025 verður haldinn í Miðgarði, Skagafirði þann 10. nóvember og hefst kl. 17:00. Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, USAH og USVH, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludeginum.Meira -
Færum ekki svo auðveldlega úr ESB | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 05.11.2025 kl. 13.18 oli@feykir.isFyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“Meira
