Lagningu ljósleiðara lokið í Húnavatnshreppi

Úr Vatnsdal í Húnavatnshreppi. Mynd: FE
Úr Vatnsdal í Húnavatnshreppi. Mynd: FE

Nú hefur verið lokið við lagningu grunnkerfis ljósleiðara í Húnavatnshreppi  en undirbúningur verksins hófst árið 2015 og framkvæmdir árið eftir með því að lagðar voru stofn- og heimtaugar á bæi.

Á vef Húnavatnshrepps segir að öll heimili, sumarhús og fyrirtæki sem óskuðu eftir tengingu við grunnkerfi Húnanets ehf. hafi verið tengd og nú geti allir þessir aðilar tengt sig því fjarskiptafélagi sem þeir vilji eiga viðskipti við. Þar segir einnig að ljósleiðarinn hafi gjörbreytt búsetuháttum innan sveitarfélagsins. Tilkoma ljósleiðara hafi valdið byltingu í samskiptatækni þar sem hann býður upp á meiri flutningsgetu og bandbreidd en nokkur önnur tenging og gagnvirkt sjónvarp.

„Þetta verkefni hefur kostað sveitarfélagið talsverða mikla fjármuni, en þeim er vel varið fyrir íbúa og gesti Húnavatnshrepps,“ segir ennfremur á vef Húnavatnshrepps.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir