Laxinn var eldislax

Hrygnan sem veiddist í Vatnsdalsá. Mynd af vef Hafrannsóknastofnunar.
Hrygnan sem veiddist í Vatnsdalsá. Mynd af vef Hafrannsóknastofnunar.

Rannsókn á laxinum sem veiddist í Vatnsdalsá sl. föstudag, og sagt var frá á Feyki.is á á mánudag, leiddi í ljós að hér var um eldislax að ræða. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun til skoðunar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís.

„Fiskurinn bar ytri einkenni sem bentu til eldisuppruna, s.s. skemmdir á uggum. Við krufningu kom í ljós að um hrygnu var að ræða, með mjög óþroskaða hrognsekki. Hún var með tóman maga og uggaskemmdir bentu til að hún hafi strokið seint úr eldi (síðbúið strok),“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir ennfremur að þess þekkist varla dæmi að ókynþroska fiskur gangi í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir