Líklegt að eldislax hafi veiðst í Vatnsdalsá

Vatnsdalsá. Mynd:FE
Vatnsdalsá. Mynd:FE

Líkur eru taldar á að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá sl. föstudag. Greint er frá þessu á mbl.is á laugardag og rætt við Björn K. Rúnarsson, leigutaka og staðarhaldara í Vatnsdalsá.

Laxinn sem um ræðir er 70 sm hrygna og segir Björn að ummerki á laxinum bendi til þess að augljóslega sé um eld­islax að ræða. „Þessi fisk­ur er ugga­skemmd­ur. Bak­ugg­inn er ónýt­ur, eyrugg­arn­ir eru skemmd­ir og sporður­inn snjáður. Snopp­an er líka skemmd á hon­um. Ekki neitt illa en þetta er al­veg greini­lega eld­islax,“ seg­ir Björn.

Ljóst er að sé um eldislax að ræða hefur hann þurft að fara langa leið til að komast alla leið í Hnausastreng þar sem ekkert fiskeldi er í nágrenninu. Björn segir því sé greinilegt að fiskurinn geti ferðast víða.

„Þetta er hættu­legt fyr­ir ís­lenska nátt­úru, eig­in­lega bara hryðju­verk. Það er búið að sanna sig um all­an heim að alls staðar þar sem fisk­eldi er þá hrynja laxa­stofn­ar niður. Það hef­ur bara sýnt sig,“ seg­ir Björn í samtali við mbl.is og lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri eldislaxar séu á ferðinni og segir lítið annað hægt að gera en að fylgjast með því hvort fleiri slíkir fiskar veiðist í ánni.

Reynist grunur Björns réttur er hér um að ræða fjórða eldislaxinn sem veiðst hefur í íslenskum ám í sumar en Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að staðfest hafi verið eft­ir rann­sókn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að þrír lax­ar sem veidd­ust í Laug­ar­dalsá í Ísa­fjarðar­djúpi, Selá í Skjald­fann­ar­dal og Staðará í Stein­gríms­firði hafi verið eld­islax­ar.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir:  „Þessi fjöldi eldislaxa í ám á þessum svæðum, er í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldiseldis hér við land. Hlutfall eldislaxa í þessum ám er, miðað við þennan fjölda laxa, vel undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir