Laxveiði í húnvetnskum ám sem notast við Angling iQ appið

Blanda - Mynd:FE
Blanda - Mynd:FE

Fréttavefurinn Sporðaköst sem mbl.is heldur úti og sér um segir að þeir hafi tekið saman lista yfir gjöfulustu veiðistaðina í þeim laxveiðiám sem skrá veiðina ra­f­rænt á Angling iQ app­inu. Í fyrsta sæti á listanum er Klapparfljót í Þverá í Borg­ar­f­irði með 197 laxa en fast á eftir koma þrjár Húnvetnskar ár, Langhylur í Laxá á Ásum með 155 laxa, Hnausastrengur í Vatnsdalsá með 148 laxa og Grjóthylur í Miðfjarðará með 131 lax. En ef betur er að gáð þá ætti Blanda að vera í 2. sæti með 185 laxa því þar er hægt að veiða á tveimur stöðum, í Breiðunni suður, sem er í tólfta sæti með 93 laxa, og svo í Breiðunni norður, sem er í þrettánda sæti á listanum en þar náðust 92 laxar á land.  

Nokkr­ar ár eru ekki í Angling iQ sem klár­lega hefðu getað gert til­kall til að kom­ast á list­ann. Þar má nefna veiðistaði í Laxá í Döl­um, Huld­una í Urriðafossi og mögu­lega Hnaus­a­streng­ur í Vatns­dalsá og ein­hverj­ir staðir í bæði Ytri og Eystri-Rangá. En hér er bara unnið með ár sem eru skráðar í Ang­ing iQ eins og fyrr er sagt.

Í þessum lista sem birt­ist hér að neðan eru eingöngu skráðir laxar sem komu á land. Þeir sem sett var í og komu ekki á land eru t.d ekki í þessari skráningu.

1. Klapparfljót í Þverá 197

2. Lang­hyl­ur í Laxá á Ásum 155

3. Hnaus­a­streng­ur í Vatns­dalsá 148

4. Grjót­hyl­ur í Miðfjarðará 131

5. Hólaflúð í Jöklu 124

6. Bjarn­ar­hyl­ur í Selá 122

7. Hunda­stein­ar í Elliðaám 116

8. Svart­ham­ar í Miðfjarðará 104

9. Net­hyl­ur í Hofsá 99

10. Skip­hyl­ur í Miðfjarðará 98

11. Foss­breiða í Selá 97

12. Breiða suður í Blöndu 93

13. Breiða norður í Blöndu 92

14. Hraunið í Elliðaám 91

15. Árbæj­ar­hyl­ur 90

16. Nýja brú í Straum­fjarðará 87

17. Eyr­in í Norðurá 85

Hér er svo hægt að sjá skráningu sem Landssamband veiðifélaga heldur utan um fyrir árið 2023 og þá er allt annað í stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir