Leikfélagið á Blönduósi 80 ára

Myndin að ofan er úr sýningu félagsins á Skugga-Sveini árið 1954
Myndin að ofan er úr sýningu félagsins á Skugga-Sveini árið 1954

Leikfélagið á Blönduósi heldur upp á 80 ára afmæli félagsins næstkomandi laugardag klukkan 13-17 með viðburði í Félagsheimili Blönduóss.

Skemmtileg sögusýning, ávarp, heiðursviðurkenningar, gamlar upptökur, kökur og gaman, segir í auglýsingu um viðburðinn frá leikfélaginu. Þá munu leikfélagar syngja lög úr leikritum sem leikfélagið hefur sett upp. Krakkahorn verður á staðnum, samvera, spjall og veitingar. Allir velkomnir.

Saga leiklistar á Blönduósi spannar allt aftur til ársins 1987 en leikfélagið á staðnum var stofnað árið 1944. Í tilefni af þessu merkisafmæli verður sögusýning, sýndar gamlar upptökur af sviði og félagsstarfinu og veittar heiðursviðurkenningar svo eitthvað sé nefnt. 

Fleiri fréttir