Loftslagsverkfall á Blönduósi

Nemendur og starfsfólk Blönduskóla í loftslagsverkfalli. Myndir: Lee Ann Maginnis.
Nemendur og starfsfólk Blönduskóla í loftslagsverkfalli. Myndir: Lee Ann Maginnis.

Nemendur í 7. og 8. bekk Blönduskóla slepptu skóla klukkan 11:00 í morgun til að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum ásamt öðrum nemendum og starfsfólki skólans, eins og segir á heimasíðu Blönduskóla.

 

 

 

 

 

„Farin var kröfuganga frá skólanum og gengið upp í sjoppu, niður í búð og svo út á sveitarstjórnarskrifstofu þar sem þau afhentu bæjaryfirvöldum áskorun um að gera betur í loftslagsmálum. Nú í vikunni er alþjóðleg mótmælavika ungmenna og ákváðu nemendur að taka þátt í henni. Þau höfðu útbúið kröfuspjöld á ýmsum tungumálum í enskutímum, undirbúið gönguna og kynnt verkefnið fyrir öðrum nemendum skólans,“ segir á blonduskoli.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir