Lögreglan á Norðurlandi vestra vill minna á að blessuð börnin segja frá flestu - verum fyrirmyndir!

Mynd tekin af Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Mynd tekin af Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Á Facebook-síðunni Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að nú séu öll börn á fimm ára aldursári búin að fá heimsókn frá lögreglunni. Tilgangurinn með þessari heimsókn var að spjalla við þau um mikilvægi þess að nota öryggisbelti og endurskinsmerki. En frá ýmsu segja blessuð börnin og þau hafa greinilega verið vitni af að einhverjir í kringum þau noti hvorki endurskinsmerki né bílbelti sem er mjög alvarlegt mál ef eitthvað kemur upp á. Lögreglan vill því minna á að þeir sem eldri eru eru fyrirmyndir þeirra yngir og ávallt á að nota öryggisbelti og annan öryggisbúnað í bílum sem hæfir aldri og þorska barna, slysin gera ekki boð á undan sér þó svo viðkomandi sé jafnvel að aka á heimatúninu eða rétt úr í fjós. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir