Metár í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Skagafjarðar

 
Á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar voru settir fram nokkrir tölfræðimolar á stafinu og segir að sjúkraflutningar í umdæminu hafi verið 485 talsins, sem er mesti fjöldi sjúkraflutninga á einu ári hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá því mælingar hófust. Stærsti mánuður ársins var janúar, en í honum voru 55 sjúkraflutningar. Flestir sjúkraflutningar eru frekar tímafrekir því í tæplega 57% tilfella var farið með sjúkling á Sjúkrahúsið á Akureyri.
 
Útköll Slökkviliðsins voru 28 talsins og flest af þeim voru vegna elds af einhverju tagi í byggingum, eða 6 skipti. Einnig má nefna gróðurelda og vatnsleka sem voru ekki langt undan. Eldvarnarúttekir, þar sem þeir fara í eldvarnareftirlit í fyrirtæki/stofnanir og taka út brunavarnir sem og öryggis- og lokaúttektir, voru nálægt 200 talsins. Að minnast þeir einnig á þann mikla fjölda fólks sem fékk fræðslu í eldvörnum, að ógleymdum öllum slökkvitækjunum hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem voru þjónustuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir