Miðfjarðará í þriðja sætinu

Vatnsdalsá og Flóðið. Mynd: FE
Vatnsdalsá og Flóðið. Mynd: FE

Nú styttist í að laxveiðitímabili ársins ljúki og hefur ein af húnvetnsku ánum sem sitja á lista landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar birt lokatölur sínar. Talsverður munur er á aflamagni miðað við sama tíma í fyrra þegar 8.008 laxar höfðu veiðst en aðeins 5.644 núna sem er um 30% aflaminnkun.

Sem fyrr er Miðfjarðará efst á lista húnvetnsku ánna en þar hafa veiðst 2.602 laxar en 3.627 á sama tíma í fyrra. Blanda er í 14. sæti með 870 en 1.433 í fyrra og Laxá á Ásum hefur birt lokatölur sem eru 702 laxar en í fyrra var heildarveiðin 1.108 laxar.  

Í Víðidalsá sem er í 22. sæti hefur veiðst 561 lax en 722 í fyrra, Vatnsdalsá er i 23. sæti með 472 miðað við 653 í fyrra, Hrútafjarðará og Síká hafa gefið 320 laxa en voru 344 á sama tíma síðasta ár og Svartá er með óverulega fækkun en þar hafa veiðst 117 laxar en þeir voru 121 á sama tíma í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir