Miðstig í Grunnskóla Húnaþings vestra býr til kynningarmyndband

Snippuð mynd af plakötunum.
Snippuð mynd af plakötunum.

Nemendur á miðstigi í sköpun í Grunnskólan Húnaþings vestra á Hvammstanga hafa síðustu vikur verið að vinna verkefni um sveitarfélagið. Þau hafa farið í ótal kynningar til fyrirtækja og tekið viðtöl við stjórnendur á Hvammstanga og fengið góðar móttökur. Þau útbjuggu veggspjöld með helstu upplýsingum og langaði að gera meira eftir heimsókn Unnar sveitarstjóra sem kom með þá hugmynd að gera myndband. Það var því tekin ákvörðun um að gera myndband um Húnaþing vestra og má sjá afraksturinn hér. Frábært verkefni hjá þeim!

Gæti verið að þið þurfið að smella tvisvar á play svo myndbandið hefjist:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir