Námskeið í Textíl Fab Lab

Vikuna 13.-17. maí fer fram alþjóðlegt námskeið í Textíl Fab Lab og kynning á Fabricademy, sem er Fab Lab nám sérmiðað að tækni og textíl og hvernig hægt er að gera snjallan textíl. Mánudaginn 13. maí mun hópurinn leggja af stað norður í land og heimsækja fyrirtæki sem tengjast textíl s.s. Álafoss, Textílsetrið á Blönduósi og Gestastofu Sútarans.

„Einnig munu svo vera fyrirlestrar og vinnustofur sem tengjast námskeiðinu sem verða haldnir í Fab Lab smiðjunni á Sauðárkróki og Hátæknisetri FNV. Hópurinn heldur svo aftur til höfuðborgarinnar eftir vonandi vel heppnaða ferð seinni part þriðjudags og mun þar halda áfram spennandi dagskrá út föstudaginn 17. maí,“ segir Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir verkefnastjóri FabLab á Sauðárkróki. Hægt er að sjá dagskrána HÉR 

Karítas segir að boðið verði upp á kynningarerindi í fyrirlestrasal FNV af þessu tilefni. „Þar verður aðgangur ókeypis og opið á meðan húsrúm leyfir. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 14. maí kl 11:00 til 12:00, og er allir áhugasamir velkomnir,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir