Námskeið í textíllitun í Textíllistamiðstöðinni

Í næstu viku munu tveir ungir textílhönnuðir frá Mexíkó, Selene Gaytán og Paulina Mejía, sem dvelja nú um stundir í Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi, kynna fornar, náttúrulegar aðferðir við að lita textíl.

Haldin verða tvö námskeið:  Þriðjudaginn 9. júlí, klukkan 15:00-18:00 verður plantan „idigogfera suffruticosa“ kynnt til sögunnar en úr jurtinni fást ýmsir bláir litir. Miðvikudaginn 10. júlí, klukkan 15:00-18:00 verður kynning á notkun kaktuslúsar til litunar en kaktuslúsin var ein helsta útflutningsvaran til Evrópu á nýlendutímanum. Námskeiðin fara fram á ensku. 

Allar nánari upplýsingar: textilmidstod@textilmidstod.is eða síma 6941881 og á síðu viðburðarins á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir