Námsmaraþon í Blönduskóla

Blönduskóli. Mynd:FE
Blönduskóli. Mynd:FE

Nemendur 10. bekkjar Blöndskóla á Blönduósi eru aldeilis ekki búnir að fá nóg af námsbókunum eftir veturinn en þeir ætla að vera í skólanum og læra í 24 klukkustundir í námsmaraþoni sem stendur frá deginum í dag, föstudeginum 8. maí og til morgundagsins. Námsmaraþonið er hluti af fjáröflun bekkjarins vegna vorferðar sem áætluð er í lok maí.

Á vef Blönduskóla segir að vegna aðstæðna í samfélaginu geti nemendur ekki gengið í hús og safnað áheitum líkt og verið hefur en þeir sem vilja heita á krakkana geta lagt inn á reikning í Arionbanka, 0307-22-683- kt. 5401201450

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir