Nei, nei, ekki um jólin

Það verður nú að segjast eins og er að hrollur fer um mann þegar hugsað er til þeirrarsiðar fyrr á öldum að láta hunda og ketti sleikja matarílátin til að hreinsa þau. Nei, nei, alla vega ekki um jólin. Það er akkúrat nafnið á laginu sem Björgvin Halldórsson syngur ásamt flottum jólagestum hans á síðasta ári og hægt er að nálgast hér fyrir neðan.
Sá sjötti, Askasleikir,
var alveg dæmalaus‐
Hann fram undan rúmunum
Rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana
Fyrir kött og hund,
Hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.
Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að finna flottar jóla og hátíðaruppskriftir. Sjá HÉR.