Nýr Molduxi er rafrænn á netinu

Hér sést reyndar aðeins efri helmingurinn af forsíðu Molduxa og kannski rétt að taka fram að fjallið á forsíðunni er ekki Molduxi.
Hér sést reyndar aðeins efri helmingurinn af forsíðu Molduxa og kannski rétt að taka fram að fjallið á forsíðunni er ekki Molduxi.

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur enn eina ferðina sent frá sér skólablaðið Molduxa. Að þessu sinni kemur það út á rafrænu formi en blaðið er 40 síður og stútfullt af efni og myndum.

Ritstýra Molduxa er Sylvía Rut Gunnarsdóttir en í ávarpi segir hún að eftir aðeins einn ritnefndarfund hafi hlutirnir sannarlega breyst í þjóðfélaginu og vísar þar til COVID-19 faraldursins. Vinnan við blaðið hafi af þeim sökum verið óvenjuleg. 

Með Sylvíu voru það Anna Sóley Jónsdóttir, Helena Erla Árnadóttir, Þórdís Eva Einarsdóttir, Víkingur Ævar Vignisson og Eysteinn Ívar Guðbrandsson sem skipuðu ritnefnd Molduxa að þessu sinni.

Í blaðinu er sagt frá því að ný stjórn NFNV hafi verið kosin 30. apríl sl. og er Birgitta Björt Pétursdóttir nýr formaður og tekur hún við af frænku sinni, Rebekku Ósk Rögnvaldsdóttur. Arnar Freyr Guðmundsson er nýr varaformaður,  María Sigríður Hannesdóttir Berg er skemmtanastjóri, gjaldkeri Diljá Ægisdóttir, ritstýra Guðný Rúna Vésteinsdóttir, tækniformaður var kjörinn Ingi Sigþór Gunnarsson og Krista Sól Nielsen er nýr íþróttaformaður.

Hægt er að lesa Molduxa með því að smella hér >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir