Prjónagleði á Stöð 2 í kvöld
Á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, 2. júlí kl. 19:30, er þátturinn Maður er manns gaman í umsjón Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar. Í þættinum verður sýnt frá Prjónagleði.
Prjónagleði fór fram á Blönduósi, helgina 8. – 10. júní sl. Þar ræddi Magnús við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílsetursins og kynnti sér það sem fram fór.
Prjónagleði er árleg prjónahátið sem haldin er af Textílsetri Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku.