Ráðið í þrjár stöður við þróunarsvið Byggðastofnunar

Ráðið hefur verið í þrjú störf sérfræðinga á þróunarsviði Byggðastofnunar en þau voru auglýst laus til umsóknar í febrúar sl. Alls bárust 36 umsóknir, 17 frá konum og 19 frá körlum. Ákveðið hefur verið að ráða þau Reinhard Reynisson, Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur og Þorkel Stefánsson í störfin og er reiknað með að þau hefji störf í maí nk. að því er segir á vef Byggðastofnunar.

Reinhard Reynisson stundaði meistaranám í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst og er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Reinhard hefur verið framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga frá árinu 2008 og var áður bæjarstjóri á Húsavík frá 1998 til 2006.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir útskrifast með MA gráðu í félagsvísindum með áherslu á byggðafræði frá Háskólanum Akureyri vorið 2020 og er með BA gráðu í félagsvísindum með áherslu á norðurslóðafræði frá sama skóla. Hún hefur starfað hjá Akureyrarbæ sem sérfræðingur í félagsmálum barna og stýrði m.a. innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Akureyrarbæ.

Þorkell Stefánsson er með MS og BS gráður í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í rannsóknaraðferðum félagsvísinda frá HÍ og stundar nú nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Þorkell hefur unnið við rannsóknir við ferðamálafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2007. Þá hefur hann sinnt aðstoðarkennslu bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir