Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar nú að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst.

Allir geta sótt um þátttöku í verkefninu. Verkefnið leggur áherslur á viðskiptahugmyndir sem:

  • Eru atvinnuskapandi á svæðinu..
  • Eru nýsköpun á svæðinu á einn eða annan hátt.
  • Auka framboð á atvinnu fyrir fólk með háskólamenntun.
  • Sem eru ekki í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki á svæðinu.
  • Með einstakling eða teymi bak við hugmyndina sem er hæft og tilbúið að vinna að
  • hugmyndinni.
  • Eru tæknilega framkvæmanlegar á þessum tímapunkti.
  • Hafa raunverulegan markhóp sem hægt er að sækja á, innanlands eða erlendis. 

Besta viðskiptahugmyndin fær allt að kr. 1.000.000 í verðlaun.

Dómnefnd skipuð fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands taka ákvörðun um hvort og þá hvaða verkefni fá viðurkenningu. 
Dómnefnd mun m.a. meta verkefni út frá nýsköpun á svæðinu, atvinnusköpun, viðskiptaáætluninni sjálfri, raunhæfni verkefnis og líkum á því að verkefninu verði hrint í framkvæmd.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí.

Umsóknarform og frekari upplýsingar eru á www.nmi.is/raesing eða hjá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, annagudny@nmi.is, og Sigurði Steingrímssyni, sigurdurs@nmi.is.

Sjá nánar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir