REKO vörur afgreiddar í vikulokin

Nýlega var sagt frá því í Feyki að stofnaður hafi verið svokallaður REKO hópur á Norðurlandi þar sem neytendum gefst kostur á að gera milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. Neytendur panta þá vörur í gegnum Facebooksíðuna REKO Norðurland og mæta svo á tiltekinn stað á tilteknum tíma og sækja vöruna. Hér er eingöngu um afhendingu að ræða, aðeins þá daga sem tilgreindir eru og verður að panta allar vörur og greiða fyrir afhendinguna.

Fyrstu afhendingarnar á Norðurlandi verða nú næstu daga. Svo illa vildi til að í frétt Feykis í 46. tbl. og á Feyki.is þann 13. þ.m. var afhendingarstaður á Sauðárkróki rangt tilgreindur en hann verður á planinu við verknámshús Fjölbrautaskólans. Afhending á Norðurlandi verður sem hér segir:

  • Á Blönduósi 20. desember við Húnabúð kl: 12-13
  • Á Sauðárkróki 20. desember við verknámshús FNV kl: 16-17.
  • Á Akureyri 21. desember hjá Jötunvélum kl: 12-13.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir