Samstarf um framtíðarskipan úrgangsmála

Frá Stekkjarvík en þar er tekið á móti sorpi frá stórum hluta Norðurlands. Mynd:Stekkjarvik.is
Frá Stekkjarvík en þar er tekið á móti sorpi frá stórum hluta Norðurlands. Mynd:Stekkjarvik.is

Nýverið var stofnaður starfshópur um sameiginlegt verkefni um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi á vegum Eyþings og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hér er um að ræða áhersluverkefni fyrir árið 2018. Markmið verkefnisins er að leysa meðhöndlun og förgun úrgangs og sorps á Norðurlandi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti.

Starfshópnum er ætlað að greina mögulegar leiðir til aukins samstarfs sveitarfélaga á Norðurlandi varðandi förgun sorps og á hann að stilla upp raunhæfum valkostum í þeim efnum með umhverfisvernd, hagkvæmni og skynsamlega nýtingu að leiðarljósi. Hópinn skipa þeir Kristján Þór Magnússon, Norðurþingi, Gunnar I. Birgisson, Fjallabyggð og Einar E. Einarsson, Skagafirði. Með hópnum starfa framkvæmdastjórar SSNV og Eyþings, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir