Síðustu forvöð að panta listagjöf

Umsóknarfrestur til að panta Listagjöf fyrir ástvin rennur út á miðnætti í kvöld, 17. desember. Listagjöf er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Listahátíðar í Reykjavík og kemur í framhaldi af viðbragðsverkefni þeirra, Listagjöf, sem vakti mikla lukku í Reykjavíkurborg í byrjun nóvember. Áætlað er að hið minnsta 100 listamenn muni að þessu sinni dreifa allt að 750 listagjöfum á tugi áfangastaða um land allt.
 
Listagjafirnar verða þær afhentar um helgina. 

Hver listagjöf er um það bil fimm til tíu mínútna flutningur á tónlist, dansi eða ljóðalestri frá mörgu af okkar allra besta listafólki. Sá eða sú sem bókar gjöfina sér til þess að viðtakandinn verði heima þegar gjöfin verður afhent og tekur að auki á móti listamanninum. Flutningurinn fer svo fram í öruggri covid-fjarlægð frá þiggjanda gjafarinnar, utandyra ef þess er nokkur kostur eða annars staðar þar sem hægt er að tryggja örugga fjarlægð.

Hægt er að panta gegnum vefslóðina listagjof.listahatid.is en þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir