Skotfélagið Markviss útnefnir skotíþróttafólk ársins

Frá afhendingu viðurkenninganna. Mynd Markviss.net.
Frá afhendingu viðurkenninganna. Mynd Markviss.net.

Skotfélagið Markviss hefur að vanda útnefnt skotíþróttafólk ársins í lok keppnisárs félagsins. Það voru þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón B. Kristjánsson sem hlutu útnefninguna en auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun til tveggja ungra skotíþróttamanna, þeirra Sigurðar Péturs Stefánssonar og Kristvins Kristóferssonar fyrir góða ástundun og framfarir á æfingum auk þess að stíga sín fyrstu skref í keppni á innanfélagsmótum í sumar. Sagt er frá útnefningunni á vef Skotfélagsins Markviss. 

Snjólaug M. Jónsdóttir hlýtur útnefningu fyrir árangur sinn í haglagreinum sem er sérdeilis góður. Hún varð Íslands- og bikarmeistari  í Skeet, Íslandsmeistari í Nordisk Trapp og þriðja til Íslandsmeistara í Compack Sporting auk þess að skipa verðlaunasæti á flestum þeim mótum sem hún tók þátt í á árinu og keppa á sínu fyrsta stórmóti erlendis. 

Jón B. Kristjánsson er útnefndur fyrir frammistöðu í kúlugreinum en hann keppti á alls 22 mótum í ýmsum riffilgreinum á árinu og komst 16 sinnum á verðlaunapall.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir