Stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda

Bráðabirgðaársáætlanir búnaðarstofu Matvælastofnunar um heildarframlög til sauðfjárbænda voru birtar á Bændatorginu þann 16. janúar. Áætlunin birtir áætlaða heildarupphæð stuðningsgreiðslna á árinu 2019 og mánaðargreiðlsu í hverjum styrkjaflokki. Tvöföld greiðsla í janúar byggir á bráðabirgðaársáætlun miðað við framleiðslutölur fyrra árs á þeim tíma sem áætlunin er gerð.

Á vef Matvælastofnunar kemur fram að áætlun verði endurskoðuð fyrir 1. mars og tekur þá mið af uppfærðum tölum um framleiðslu fyrra árs og hugsanlegum breytingum á forsendum ársáætlunarinnar. Tekið er fram að ársáætlunin fyrir ullarnýtingu nú byggir á þeim staðfestum tölum frá Ístex sem voru komnar til Matvælastofnunar á þeim tíma sem áætlun var gerð.

Sama dag og bráðabirgðaársáætlun var birt, voru stuðningsgreiðslur fyrir janúar og febrúar greiddar til sauðfjárbænda, alls um 671 milljónir króna. Um var að ræða beingreiðslur út á greiðslumark, gæðastýringargreiðslur, beingreiðslur út á ull og svæðisbundinn stuðning.

Beingreiðslur voru greiddar til 1.256 handhafa, beingreiðslur í ull til 1.165 handhafa, svæðisbundinn stuðningur til 362 handhafa og gæðastýringargreiðsla til 1.440 handhafa. Um 70-170 handhafar (mismunandi fjöldi eftir styrkjaflokkum) fengu ekki greiðslur (settir á bið) vegna þess að þeir uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum skv. 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir