Þrettán náð bata af covid 19 á Norðurlandi vestra

Tölur aðgerðastjórnar almannavarna Norðurlands vestra eftir póstnúmerum.
Tölur aðgerðastjórnar almannavarna Norðurlands vestra eftir póstnúmerum.

Samkvæmt tölum frá aðgerðastjórn almannavarna Norðurlands vestra sæta nú 23 einstaklingar einangrun á svæðinu, flestir á Hvammstanga eða tólf manns, sex í dreifbýli Húnaþings vestra, þrír á Sauðárkróki og tveir í Hrútafirði. Alls eru 60 manns í sóttkví en 408 sem hafa lokið henni. Þrettán manns hafa náð bata á Norðurlandi vestra.

Vakið hefur athygli að tölur aðgerðastjórnar almannavarna Norðurlands vestra og landlæknisembættisins hafa stangast á en á Covid.is kemur fram að 35 séu í einangrun og 54 í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórninni getur þetta verið vegna þess að aðili sem smitast eigi lögheimili í umdæminu en er í  einangrun annars staðar.

Tölur landlæknisembættisins af covit.is

Tölur landlæknisembættisins af covit.is

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hvetur, á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, íbúa svæðisins til að virða tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna um að halda óþarfa ferðalögum í lágmarki.

„Á þetta sérstaklega við nú um komandi páskahelgi sem alla jafna er mikil ferðahelgi. Það er ekki að ástæðulausu að almenningur hefur verið hvattur til ferðalaga innanhús nú um páskana. Fylgjum tilmælum sem gefin hafa verið út varðandi ferðalög og almennar sóttvarnir og hlýðum Víði því við erum jú öll almannavarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir