Þrjú heppin dregin út í Jólakrossgátu Feykis

Þrátt fyrir meinlega villu í Jólakrossgátu Feykis komu margar réttar lausnir inn á borð sökudólgsins. 16. tölusetti reiturinn var ekki á réttum stað og þurfti því að flytja hann um einn til vinstri til að allt gengi upp.

Búið er að draga úr réttum lausnum og fá þau heppnu sendar til sín bækur að launum.

Þorbjörn Ágústsson Sporði Húnaþingi fær Fléttubönd eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson,
Magnús Sigurðsson á Blönduósi fær Ekki misskilja mig vitlaust – Mismæli og ambögur og 
Elinborg Hilmarsdóttir Hrauni í Sléttuhlíð í Skagafirði fær Hvítabirnir á Íslandi eftir Rósu Rut Þórisdóttur.

Feykir þakkar öllum þeim sem tóku þátt og óskar vinningshöfum til hamingju.

Lausnarorðið er: Fullveldi Íslands í hundrað ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir