Veðrabreytingar af og til og jafnvel él - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 5. maí var haldinn nokkurs konar fjarfundur hjá Veðurklúbbi Dalbæjar og staðan tekin á síðasta spágildi og má segja að veðrið hafi orðið heldur betra en spámenn bjuggust við.

„Tunglið sem kviknaði 23. apríl verður ríkjandi fram til 22. maí en þá kviknar nýtt tungl í vestri kl 17:39. Það er föstudagstungl sem við bindum vonir við,“ segir í skeyti frá klúbbnum.
„Maí verður umhleypingasamur, að okkur finnst og gæti gert snarpar veðrabreytingar af og til og jafnvel él. Áttir verða breytilegar áfram. Það er því miður ekki alveg komið sumar hjá okkur, við verðum að hafa „covid-þolinmæði“ lengur, segja spámenn og láta veðurvísu fylgja með hlýjum vorkveðjum.

Í apríl sumrar aftur,
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir