Veður enn vont og færð erfið

Svona ætti veðrið að vera samkvæmt spá Veðurstofunnar kl. 8 í fyrramálið. SKJÁSKOT
Svona ætti veðrið að vera samkvæmt spá Veðurstofunnar kl. 8 í fyrramálið. SKJÁSKOT

Enn er veður með leiðinlegasta móti á Norðurlandi vestra og færð erfið enda víðast hvar stórhríð eða skafrenningur.Vegirnir yfir Holtavörðuheiði og Þverárfjall eru enn ófærir en vegirnir yfir Vatnsskarð og Laxárdalsheiði yfir í Dalasýslu eru færir. Þá segir frá því að á vef Skagafjarðar að vegna veðurs eru snjómokstursmenn eingöngu að berjast við að halda stofnæðum og forgangi opnum – þá væntanlega á Sauðárkróki.

Í tilkynningunni sem virt var um hádegi segir að það gangi brösuglega þar sem það skefur jafn harðann í aftur. Búast má við þessu ástandi fram eftir degi í dag. En strax í fyrramálið verður farið í að moka íbúagötur og er biðlað til fólks að huga að því að leggja bílum ekki út á götu ef komist er hjá því svo snjóhreinsun gangi sem best.

Eitthvað mun lægja þegar líður á nóttina og Veðurstofan geriri ráð fyrir að hríðinni sloti sömuleiðis og það birtir til með morgninum. Á myndinni hér að ofan má sjá spána kl. 8 í fyrramálið en reikna má með því að margir vilji komast suður á leik á morgun og því vissara að kanna aðstæður áður en lagt verður af stað.

UPPFÆRT kl. 22:15: Samkvæmt Umferðarvef Vegagerðarinnar eru Laxárdalsheiði og Brattabrekka nú ófær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir