Veðurklúbburinn spáir umhleypingum í janúar

Í gær, þriðjudaginn 8. janúar 2019,  komu tíu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík saman til fundar til að fara yfir spágildi desembermánaðar. Fundur hófst kl 14:00 og lauk kl 14:25. Jólin urðu ekki hvít, eins og gert var ráð fyrir í fyrri spá, heldur má segja að þau hafi verið frekar flekkótt. Áramótaveðrið var til beggja vona eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Nýtt tungl kviknaði sunnudaginn 6. janúar í norðri kl 21:08. Fullt tungl verður 21. janúar kl. 05:16 og þorratungl kviknar 4. febrúar. Áfram gera klúbbspámenn ráð fyrir umhleypingum í janúar, heldur meiri vindur verður og hvassara ef eitthvað er. „Það er ekki auðvelt að spá um veður þegar við fáum jafnvel þrjú sýnihorn af veðri á sama degi,“ segir í skeyti frá Dalbæ.

Með veðurvísu janúarmánaðar fylgir nýárskveðja  frá Veðurklúbbnum:
Tólf eru synir tímans,
sem tifa framhjá mér.
Janúar er á undan
með árið í faðmi sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir