Verðlaun fyrir skil á merktum hrognkelsum

Myndin sýnir útbreiðslu fiskanna sem veiðst hafa sem meðafli í makrílleiðöngurunum.  Ekki er ljóst hvar þessi fiskur hrygnir og hversu mörgum árum hann eyðir á þessum slóðum áður en hann kemur til hrygningar og hversu gamall hann verður. Endurheimtur á merktum fiskum munu hugsanlega hjálpa til við að svara þessum spurningum. Mynd: Biopol.is
Myndin sýnir útbreiðslu fiskanna sem veiðst hafa sem meðafli í makrílleiðöngurunum. Ekki er ljóst hvar þessi fiskur hrygnir og hversu mörgum árum hann eyðir á þessum slóðum áður en hann kemur til hrygningar og hversu gamall hann verður. Endurheimtur á merktum fiskum munu hugsanlega hjálpa til við að svara þessum spurningum. Mynd: Biopol.is

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil haft samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Á síðasta ári voru fiskar merktir með tvennum hætti, annars vegar um 200 fiskar á hefðbundinni veiðislóð inni á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungir fiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.

Á vefsíðu BioPol segir að ekki sé vitað til þess að ungviði hafi áður verið merkt með þessum hætti og geti því hugsanlegar endurheimtur gefið mjög mikilvægar upplýsingar um vaxtarhraða hrognkelsa og hvert þau gangi til hrygningar. Því óskar BioPol eftir því að tilkynnt verði um merkta fiska sem veiðast í símanúmerið sem á merkinu er (896-7977) og tilkynnt um staðsetningu. Ekki skal fjarlægja merkið en frysta fiskinn sem fyrst og verður reynt að nálgast hann í kjölfarið. Fyrir hvern merktan fisk sem berst í heilu lagi til BioPol á Skagaströnd verða greiddar 5.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir