Verkefnastjórar ráðnir vegna móttöku flóttafólks á Blönduósi

Blönduósbær hefur ráðið Þórunni Ólafsdóttur sem verkefnastjóra, vegna móttöku flóttafólks til Blönduóss, en Þórunn  hefur fjölbreytta reynslu af störfum með fólki á flótta, og starfaði  fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá hefur einnig verð gengið frá ráðningu á Kinan Kadoni, sem túlks, stuðningsfulltrúa og menningarmiðlara, vegna móttöku flóttafólks en Kinan sem er sýrlenskur að uppruna, hefur unnið að þessum málum m.a., sem túlkur og menningarmiðlari, m.a., á Ísafirði og í Reykjavík.

Þórunn stofnaði m.a. félagið Akkeri – flóttahjálp, í kjölfar hjálparstarfs á Grikklandi haustið 2015.  Þórunn er, sem verkefnastjóri, tengiliður sveitarfélagsins við alla þá sem þurfa að koma að þessu verkefni, og mun vinna náið með öllum hagaðilum málsins, ásamt íbúum.  

Kinan hefur einnig unnið með alþjóðlegum samtökum eins og t.d. „Læknar án landamæra“ og mun hann leggja áherslu á túlkun og fræðslu, auk þess að vera stuðningsfulltrúi í skólunum. 

Á heimasíðu Blönduóss kemur fram að Þórunn og Kinan hafi þegar tekið til starfa, við undirbúning móttöku flóttafólks til Blönduóss, og munu á næstu dögum verða í sambandi við alla þá sem koma þurfa að þessum málum.

Þann 15. maí nk., munu þrjá fjölskyldur flóttafólks koma til Blönduóss, samtals 15 manns og síðan ein  sex manna fjölskylda u.þ.b. mánuði síðar, eða samtals 21 aðili og þar af eru 13 börn frá  3 – 15 ára. 

Fleiri fréttir