Vinna samfélagsverkefni í samkomubanni

Nemendur halda af stað í snjómokstur. Mynd: Ástrós Elísdóttir
Nemendur halda af stað í snjómokstur. Mynd: Ástrós Elísdóttir

Með tilkomu samkomubannsins er skólahald er nú með breyttum hætti í velflestum skólum landsins og hefur dagskrá þeirra verið útfærð á hverjum stað fyrir sig. Í Höfðaskóla á Skagaströnd er engin undantekning frá þessu en þar var í dag bryddað upp á skemmtilegu verkefni fyrir nemendur.

Nemendum var í morgun boðið upp á að koma með skóflur í skólann en á Skagaströnd hefur eins og víðar snjóað mikið síðustu daga. Í dag hafa nemendur bekkjanna farið í hópum um staðinn og mokað frá útidyrahurðum, göngustígum og ruslafötum hjá fólki. Í samræmi við sóttvarnarreglur fara nemendur saman í þeim hópum sem þeir tilheyra í skólanum og er uppálagt að hafa ekki samskipti við íbúa húsanna.

„Við vonum að þið takið vel í þetta verkefni hjá okkur, við kennum krökkunum samheldni og samfélagslega ábyrgð með þessu. Ljóst er að krakkarnir komast ekki yfir allan bæinn en munu reyna sitt besta til að hjálpa sem flestum,“ segir Sara Diljá Hjálmarsdóttir, skólastjóri, í tilkynningu til íbúa á Facebooksíðunni Íbúar á Skagaströnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir