Vlad þjálfari hættur

Vladimir Anzulovic. Mynd af FB síðu kkd. Tindastóls.
Vladimir Anzulovic. Mynd af FB síðu kkd. Tindastóls.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu deildarinnar á Facebook síðu hennar fyrr í kvöld.

„Við þökkum Vlad fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, ásamt Ísaki Óla Traustasyni, munu taka við og stýra liðinu til að byrja með,“ segir í tilkynningunni.

Fleiri fréttir