A-Húnavatnssýsla

Haldið upp á sjómannadaginn í 85. sinn á Skagaströnd

Sjómannadagurinn er um helgina og það er haldið upp á hann alls konar. Það verður hátíðardagskrá á Hvammstanga sunnudaginn 2. júní og þá munu Hofsósingar sömuleiðis fagna deginum á hefðbundinn hátt. Á Króknum verður SjávarSæla laugardaginn 1. júní en mesta hátíðin verður venju samkvæmt á Skagaströnd en það má segja að Skagstrendingar búi til bæjarhátíð úr sjómannadeginum.
Meira

Heitavatnslaust á Sauðárkróki

Veitumenn ætla að gera við leka og fleira í dælustöð Borgarmýrum. Það hefur í för með sér vatnsleysi á Sauðárkróki og nágrenni .
Meira

Kjörstaður Húnabyggðar

Í Húnabyggð verður kosið í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi – Norðursal, gengið inn frá Melabraut. Íbúar fyrrum sveitarfélagsins Húnavatnshrepps kjósa nú í fyrsta sinn á nýjum kjörstað eftir sameiningu Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps. 
Meira

Rotþróarlosun

Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 stendur yfir.
Meira

Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring

Þennan fallega en raka miðvikudagsmorgun kom það í ljós að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing á Feyki og Sjónhorni um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu og vonandi endurtekur þetta sig ekki enn einu sinni.
Meira

Stefnir í mikinn prjónastemmara á Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleði á Blönduósi verður haldin í áttunda sinn dagana 7.-9. júní næstkomandi en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem lengra komnum. Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga. Dagskráin er stútfull af áhugaverðum viðburðum, þar á meðal prjónanámskeiðum, fyrirlestrum, vinnustofum og sýningum. Aðgangur að mörgum viðburðum er ókeypis, en skráning er nauðsynleg fyrir námskeið og vinnustofur. Frekari upplýsingar um dagskrána og skráningu má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands.
Meira

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Kirkjukór Hólaneskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudagskvöldið 30. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl.20:00. 
Meira