Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.08.2024
kl. 09.21
Á fréttavefnum mbl.is segir að starfsmanni N1 á Blönduósi hefur verið sagt upp eftir að hann réðst á annan karlmann á bensínstöðinni á vinnutíma sl. sunnudag. Um er að ræða tvo kunningja en málið er komið á borð lögreglu. Þetta staðfestir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður einstaklingssviðs N1, í samtali við mbl.is. „Þeir þekkjast. Þetta er svona persónulegur harmleikur á milli mannanna,“ segir Jón.
Meira