feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.06.2024
kl. 08.28
siggag@nyprent.is
Svavar Knútur söngvaskáld fagnar þessa dagana útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólk, vini og ættingja. Þar á meðal á Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi, þar sem Svavar Knútur heldur tónleika nú í júní. Svavar er nýlentur aftur á landinu eftir vel heppnaðar tónleikaferðir um bæði Evrópu og Ástralíu og finnst fátt betra en að lenda á hlaupum og hefjast handa við að gleðja landann.
Meira