feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
03.07.2024
kl. 09.14
oli@feykir.is
Tónlistarmaðurinn Ásgeir hefur verið á ferð um landið síðustu daga en tónleikaferðin hans, Einför um Ísland, hófst í Landnámssetrinu í Borgarnesi í síðustu viku. Ásgeir, sem eins og flestir ættu að vita að er frá Laugarbakka í Húnaþingi vestra, mætir í Félagsheimilið á Blönduósi sunnudagskvöldið 7. júlí. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og Ásgeir tjáði Feyki að enn væri hægt að krækja í miða á Tix.is.
Meira