A-Húnavatnssýsla

Góður árangur nemenda FNV á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var með kynningarbás í Laugardalshöll þar sem viðburðurinn Mín framtíð 2023 fór fram, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning, dagana 16. – 18. mars. Þar gátu gestir kynnt sér námsframboð skólans, heimsótt Drangey og fleiri staði með 360° sýndarveruleikagleraugum, farið á hestbak á hesthermi, tekið þátt í spurningakeppni o.fl.
Meira

Kalksalt á Blönduós

Fyrirtækið Kalksalt er á leið á Blönduós eftir að það skipti um eigendur en það hefur verið rekið sem lítið fjölskyldufyrirtæki á Flateyri. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi og framleiðir saltbætiefni fyrir kindur, kýr og hesta.
Meira

Arnar Freyr Íslandsmeistari í múraraiðn

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem fram fór um liðna helgi, hampaði Arnar Freyr Guðmundsson á Sauðárkróki Íslandsmeistaratitli í múraraiðn. Alls var keppt í 21 faggrein þar sem keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyndi á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku, eins og segir á namogstorf.is.
Meira

Maður í mislitum sokkum í Sævangi

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir á sunnudaginn gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman í leikstjórn Skúla Gautasonar. Í tilkynningu leikfélagsins segir að fullorðin kona sest upp í Skódann sinn eftir að hafa farið í búð til að kaupa í matinn en þá situr eldri maður í framsætinu sem er orðinn kaldur og aumur, veit ekki hvar hann er eða hver hann er.
Meira

Haraldur Ægir með Karolinafund - söfnun vegna útgáfu á vínylplötunni Tango For One

Fyrr í þessum mánuði hratt húnvetnski tónlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson af stað Karolinafund/söfnun upp í framleiðslu á vinyl plötu með nýrri eigin tónlist. Á Facebook-síðu sinni greinir Haraldur frá því að Andrés Þór gítarleikari og Matthías Hemstock hafi unnið tónlistina með honum en upptökum og hljóðblöndun stjórnaði Ómar Guðjónsson.
Meira

Tvær úr Tindastóli valdar til æfinga hjá U15 kvenna í fótbolta

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum sem fram fara í Miðgarði í Garðabæ 27.-29. mars nk. Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir í Tindastól eru þar á meðal.
Meira

„Áfram veginn kæru félagar!“ - Landsfundur VG fór fram um helgina

Landsfundur Vinstri grænna fór fram á Akureyri um helgina þar sem fjölmörg mál lágu fyrir landsfundarfulltrúum. Kosin var ný stjórn og fulltrúaráð og heilmiklar umræður fóru fram og ályktanir afgreiddar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, benti hún á að aðaláhersla stjórnvalda verði að ná verðbólgunni niður sem einungis verði gert með samstilltum aðgerðum allra.
Meira

Fyrirlestur um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu :: Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 22. mars kl. 11.15 til 12.00 verður boðið upp á fyrirlestur á netinu í fyrirlestrarröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum – Vísindi og grautur. Fjallar hann um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu í þremur löndum, þ.e. Lettland, Danmörk og Ísland. Fyrirlesari er Björn M. Sigurjónsson (bjsi@eadania.dk), lektor við Erhversakademíuna í Danmörku.
Meira

Hver hlýtur Eyrarrósina 2023? :: Auglýst eftir tilnefningum um framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni

Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga.
Meira

Stólastúlkur unnu Mosfellinga í snjóbolta í Lengjubikarnum í gær

Stelpurnar í Tindastól tóku á móti Aftureldingu við afar krefjandi aðstæður á gervigrasinu á Sauðárkróki í gær er þær áttust við í lokaumferð Lengjudeildar í fótbolta. Stólar eiga reyndar eftir að spila frestaðan leik gegn Keflavíkurstúlkum sem fram á að fara um næstu helgi. Ökkladjúpur snjór, hríðarveður og kuldi er helsta lýsingin á aðstæðum sem boðið var upp á á Króknum að þessu sinni en það létu liðin ekki hafa áhrif á sig og léku af krafti. Sama má segja um alhörðustu stðnigsmennina sem klæddu sig eftir aðstæðum og studdu við bakið á heimastúlkum. Það skilaði sér því Stólarnir voru mun líklegri til að setja boltann í netið í fyrri hálfleik.
Meira