A-Húnavatnssýsla

Góði hirðirinn :: Leiðari Feykis

„Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. Allir þeir, sem á undan mér komu, eru þjófar og ræningjar, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð,“ sagði Jesú forðum og hægt er að lesa í Jóhannesarguðspjalli.
Meira

Aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað

Í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi kemur fram að fundað hafi verið með Veðurstofu í morgun þar sem staðan var metin á Austfjörðum m.t.t. snjóflóðahættu og veðurs framundan. Ákveðið var að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað.
Meira

Ertu sjóðfélagi í Almenna Lífeyrissjóðnum?

Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Meira

Mikið stuð í Tindastól um helgina

Tindastuð 2023 var haldið í þriðja skiptið sl. laugardag á skíðasvæði Tindastóls. Það var mikið um að vera frá morgni til kvölds, Íslandsmeistaramót í snocrossi, skíða- og snjóbrettaupplifun í brekkunum og tónleikar um kvöldið. Sigurður Hauksson, staðarhaldari skíðasvæðisins, sagðist vera að ná sér eftir átök helgarinnar er Feykir náði tali af honum gær.
Meira

Snjóflóð í Norðfirði - Myndir

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig og segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að flóðið hafi farið yfir Strandgötu og í sjó fram.
Meira

Atvinnulífssýning á Króknum 20.-21. maí

Að halda og heimsækja atvinnulífssýningu í Skagafirði er bæði gefandi og gaman. Tekin hefur verið ákvörðun þess efnis að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.–21. maí næstkomandi og hefur nú verið opnað fyrir skráningar. Síðustu skipti sem atvinnulífssýning hefur verið sett upp á Króknum hefur það verið á kosningaári en ekki reyndist unnt að halda sýningu í fyrra.
Meira

Rúmar 28 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2023. Veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra hlaut Silfrastaðakirkja (fimm millj.) sem nú er verið að gera upp á Sauðárkróki en þangað var hún flutt í október 2021. Næst hæsti styrkurinn fór á Blönduós 4,5 m.kr. vegna Pétursborgar og Holtastaðakirkja fékk 4 m.kr.
Meira

Hugsanir bílsstjóra Bíls Smáframleiðenda

Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Meira

Textíll er miklu meira en bara prjón og vefnaður :: Margrét Katrín Guttormsdóttir umsjónarmaður TextílLabsins í viðtali

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur verið í stöðugri sókn allt frá stofnun Textílseturs Íslands árið 2005 og ekki síður eftir að það, ásamt Þekkingarsetrinu á Blönduósi sem stofnað var 2012, leiddu saman hesta sína 8. janúar 2019 og úr varð sú Textílmiðstöð sem við þekkjum í dag. Vel útbúið TextílLab Textílmiðstöðvarinnar stendur fólki til boða og kíkti Feykir í heimsókn á dögunum.
Meira

Virkjanastopp, sama vesen, sitt hvor hliðin! :: Guðmundur Haukur skrifar

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Meira